Opið hús

málaFöstudaginn 27. apríl bjóðum við alla velkomna á opið hús milli 15.00-16.30. 

Sett verða upp sýnishorn af vinnu barnanna auk þess sem þau munu syngja fyrir gesti sína.

Meistarar taka á móti gestum með söng kl 15.15 í Marteinslundi (sal), næst syngja Snillingar í Marteinslundi, svo syngja börnin á Geislalundi inni á deild og að lokum synga börnin á Bjartalundi inni á deild.

Verið velkomin

Lesa >>


Alþjóðadagur barnabókarinnar

hc andersenÞann 2. apríl ár hvert er alþjóðlegur dagur barnabókarinnar en það er einmitt afmælisdagur H.C. Andersen. 

Miðvikudaginn 4. apríl héldum við upp á þann dag með því að börnin komu með bók í leikskólann. Við lásum þær í öllum krókum og kimum yfir daginn.

Lesa >>


Foreldrakaffi

Kaffi3Við viljum bjóða ykkur í foreldrakaffi í fyrramálið 27.febrúar milli 8.15-9.00. Endilega stoppið við, fáið ykkur ristað brauð og kaffi og njótið morgunstundar með börnunum ykkar og starfsfólki

Nú fer söfnininni fyrir Janí að ljúka og verða baukarnir uppi við á morgun. 

Það fór ekki framhjá neinum flóðið sem var hér í síðustu viku hjá hliðinu.  Búið var að grafa rás í snjóinn sem átti að hleypa vatninu frá en það dugði bara ekki til. Við höfum beðið um lagfæringar á þessu margoft undanfarin ár og fékk ég að vita hjá fasteignastjóranum að það eigi að lagfæra þessi mál næsta vor/sumar.  Einnig er búið að setja upp snjógildrur á þakið svo að nú ættu stóru snjóhengjurnar, sem við höfum barið niður, að heyra sögunni til.

Nú er bara að vona að veðurguðirnir nái að bræða restina af klakanum í burtu og sendi okkur blíðara veðurfar fram á vorið.

Lesa >>


Gaman saman

febÞað var ýmislegt brallað inni á miðvikudaginn þar sem við gátum ekki farið út vegna veðurs og mikils vatns í garðinum.

Í dag fimmtudag léku veðurguðirnir við okkur og börnin skemmtu sér úti í nýföllnum snjónum

Lesa >>


Nú er úti veður vont

Nú er búið að hækka viðvörunarstig fyrir höfuðborgarsvæði upp í appelsínugult fyrir morgundaginn, miðvikudaginn 21. febrúar.

Hér er tilkynning frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Höfuðborgarsvæðið.

Suðaustan illviðri (Appelsínugult ástand)

21 feb. kl. 07:00 – 11:00

Gengur í suðaustan 20-28 m/s, hvassast í efri byggðum og á Kjalarnesi. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning. Gæti orðið blint og foktjón er líklegt. Líkur eru að samgöngur innan borgarmarkana fari úr skorðum á meðan veðrið gengur yfir.

 

Tilkynning 1. 

Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla á morgun. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.

Fyrir okkur í leikskólanum þýðir þetta að það er mjög þungfært í fyrramálið og starfsmenn geta tafist við að koma til vinnu ásamt því að þungfært verður á bílastæði. Leikskólinn er opinn.

Fylgist með í tölvupósti, facebook síðu og á heimasíðunni ef einhverjar breytingar verða.

Með kveðju

Heiða, leikskólastjóri

Lesa >>

Skoða fréttasafn

Stefna og starfsáætlun