Örkin hans Nóa

a. Hreyfingar og hljóð dýra – samvinna – ritun.
b. Þar sem nóg pláss er úti eða inni
c. 6 eða fleiri
d. 4 ára og eldri

Börnin eru öll dýr sem eru að fara í örkina hans Nóa og þurfa að finna maka sinn. Takið jafn mörg spjöld og fjöldi barnanna er og passið að þau stemmi saman. Börnin draga svo eitt spjald hvert og nú þurfa þau að nota hljóð eða hreyfingar dýranna til að finna út hvar maki þeirra er. Þau skila spjöldunum aftur og þegar kennarinn gefur merki þá byrja börnin að leika. Þau mega gefa frá sér hvaða hljóð og gera hvaða hreyfingu sem er en þau mega ekki tala. Börnin fá smá tíma til að leika dýrið. Kennarinn segir þeim svo að nú skulu pörin koma í röð og ganga inn í Örkina.
 

Fyrir yngri börn og hugsanlega áður en leikurinn er leikinn í fyrsta skiptið er gott að hafa umræðu um dýr, hvað þau segja og hvernig þau hreyfa sig. Hægt er að nota spjöldin í þessari umræðu. Einnig með yngri börn að nota dýr sem þau þekkja vel s.s. kisu, hund, hest, kú, fugl og mús. Fyrir eldri börn er hægt að bæta við framandi dýrum snák, fíl, ljón, apa, sel og fisk.
Ef á spjöldunum eru einnig rituð nöfn dýranna læra börnin þau, þó þau séu ekki einn byrjuð að lesa. Þá er t.d. hægt með elstu börnin að hafa spjöld sem hafa aðeins dýranöfnin skrifuð á.
 

Stefna og starfsáætlun